Þrír hæfileikaríkir LISTAMENN

translation missing: is.blogs.article.author_on_date_html

Við vildum vanda til nýju innkaupapokanna á allan hátt og fengum því til liðs við okkur einstaka listamenn sem höfðu ástríðu fyrir boðskapnum og verkefninu.

ÞAU eru: SÖLVI DÚNN SNÆBJÖRNSSON myndlistamaður og húðflúrsnemi sem einnig er með BA og MA gráður frá Konunglegu listaakademíunni í Kaupmannahöfn. Hann teiknaði ýktustu myndina okkar !

LINDA ÓLAFSDÓTTIR teiknari og barnabókahöfundur lærði í Listaháskólanum og tók svo MA gráðu í Academy of Art University í San Francisco. Hún teiknaði djúpu og dulu myndirnar tvær! SVERRIR NORLAND rithöfundur og listamaður var bæði við nám i HÍ og Middlesex University.

Hann smellti tveimur frábærum slagorðum við myndirnar hennar Lindu.  Við þökkum þeim fyrir ljúft samstarf.